Kina sl. dagar

Jaeja, nu eru lidnir nokkrir dagar fra sidustu faerslu og thvi kannski er rad ad gera upp sl. daga sem hafa verid nokkud finir.

 

 Ferdin fra UB i Mongoliu var nokkud tidindalaus nema hvad ad madur er halfpartinn i sjokki yfir hvernig hlutirnir eru i Mongoliu. Eftir ad hafa farid um nokkur af fataekustu rikjum heims tha slo Mongolia mig samt nanast af laginu. Sudur af UB er hreint ut sagt EKKERT og ef madur heldur ad vesturhluti Gobi eydimerkurinner se eitthvad til ad skoda tha er thad algjor mistok. Hreint ut sagt alger audn og eymd. Hlutirnir breytast tho algerlega er madur kemur yfir landamaerin og yfir til Erleean i Kina. Thad er eins og thad se skorid med hnif i landid og peningum hafi verid hellt ur storu fati sunnan vid linuna.

Kina er tho enn ansi spes eins og thad var fyrir fimm arum. Madur getur sed glaenyjar glaesidrossiur vid hlidina a gomlum konum a hjolum med beygladri gjord dragandi a eftir ser ruslatunnu. Upp ur gomlum hverfum spretta nu flennistor hotel og verslunarmidstodvar thar sem Prada, Audi, Gucci og onnur vestraen "gaeda" merki hafa ytt skemmtilegri kinverskum vorum a bord vid Nimolta, Mikon og SQNY a brott.

 

Fyrsta kvoldid okkar her i Beijing toltum vid a torg hins himneska fridar og sau Hemmi, Osk og Agi tha loksins hvad hugtakid stooort thydir i Kina. Eftir ad hafa komid ur tveimur fyrrum "kommunistarikjum" thar sem stor torg eru mikils metin tha er gaman ad sja hversu langt Kinverjar hafa gengid i theirri menningu. Merkilegast er tho ad mengunin her i Beijing er ordin svo mikil ad nu sest nanast ekki enda a milli torgsins thar sem thad er lengst.

 

Annan daginn her forum vid Agi snemma af stad og orkudum aleidis ad Forbodnu borginni og eftir ad hafa "barid" af okkur nokkra listanema sem vildu endilega syna okkur listaverkin sin a syningu tha roltum vid a thessum gomlu torgum og um sali fyrrum keisara Kina. Forbodna borgin er skemmtilegur stadur thvi sagan sem er geymd thar er otruleg og thad er gott til thess ad vita ad eftir byltinguna voru til stadar menn sem skildu hvilik menningarverdmaeti lagu i gomlum hlutum. Margir dyrgripir foru tho eflaust forgordum i menningarbyltingunni.

Vid roltum svo um Bei Hai gardinn og skodudum hvitu Pagoduna thar og leigdum okkur svo litin hjolabat og sigldum ut a vatn eitt her i borginni og lagum i rolegheitum i nokkurn tima. Thad var nokkud skemmtilegt ad vera inni i midri storborg og finna nokkud fridsaelt vatn tharna og vera i fridi i sma stund.

Eftir batsferdina var haldid a markad sem eg vissi af fra sidustu ferd. Thvi midur virdist hann hafa breyst nokkud thvi allir skrytnu matarbasarnir eru horfnir og i stadin eru komnir myndavela og sjonauka asamt einhverjum furdulegum rafeindataekjum. Var ad hugsa um ad fa mer myndavel en verdid tharna er greinilega i haerri kanntinum og a sennilega bara eftir ad haekka naesta arid fram ad Olympiuleikunum. Agi endadi tho a thvi ad kaupa ser sjonauka en thad verdur gaman ad sja hver endingin a honum verdur heima a Islandi.

 

I gaer var dagurinn tekinn snemma og akvedid var ad vid aettum ad fara saman i ferd ad Kinamurnum og Ming grafhysunum. Vid leigdum i gegnum hotelid bil og "guide" en vid vissum ekki ad i raun var thessi guide mannraeningi sem raendi saklausum ferdamonnum og helt theim fongnum lengi, lengi leeeeengi.......

Vid byrjudum a thvi ad heimsaekja einhver Jade (jadi)-verksmidju thar sem vid attum ad laera um vinnsluferlid og bla bla bla eitthvad meira. Svo var okkur bodid ad koma og skoda solusyningu a jadi steinum i sal sem gaeti sennilega rymt landsfund Sjalfstaedisflokksins. Thad var eg hundeltur af einhverri solukonu sem var sannfaerd um ad eg myndi kaupa einhverja mynd af hrossum a 160.000 isl. kronur og ad eg gaeti alveg komid henni fyrir i bakpokanum minum! Thvi naest skodudum vid eina af 30 Ming grofunum sem var eiginlega alveg fatalt. Thessar grafir margar hverjar eru stormerkilegar og fallegar en vid attum ad hlaupa i gegnum eina theirra sem var tho eiginlega bara nyuppgerd og fremur ospennandi. Fengum ekki ad sja Andagotuna en thar gaeta 12 andaverur slodann ad grofunum. Naest kom onnur jadi verksmidja thar sem salurinn var adeins minni (svona meira Samfylkingarstaerd) en hlutirnir theim mun dyrari. Loksins eftir ad vid vorum buin med reglugerdarkvotann af 40 min bid inni i budinn forum vid aleidis af Badaling (Kinamurnum vid Badaling) Adur en vid fengum tho ad koma ad murnum forum vid i Friendship store, sem er minjagripaverslun sem rikid rekur og fengum okkur ad borda thar. Maturinn var agaetur tho en ad sjalfsogdu attum vid ad hanga thar i 40 min eftir ad matnum lauk til ad skoda minjagripi.

Loksins kom svo ad murnum, Badaling er svolitid turistalegur stadur en tho enn hluti af murnum og hann var adeins gerdur upp fyrir nokkrum arum. Tharna vid murinn er ogrynni af solumonnum sem selja manni vottord um ad madur hafi farid upp a murinn med mynd. Allir vildu ju bjoda okkur vottord en vid neitudum. Vid akvadum thess i stad ad reyna ad troda okkur inn a sem flestar myndir / vottord sem Kinverjar keyptu ser. Okkur telst til ad vid seum a ca. 8 vottordum, 5 lyklakippum og otilgreindum fjolda einkamynda a bak vid Kinverja ad gera einhver fiflalaeti.

Eftir murinn sjalfann var okkur radlagt ad bara slaka a i bilnum thvi thad vaeri svosem klukkutima akstur til baka i Beijing. Eg hugsadi mer s.s. gott til glodarinnar thvi eg var farinn ad verda svangur og vildi fara ad fa mer ad borda. Thegar vid nalgumst Beijing tha eigum vid allt i einu ad fara i einhverja Te-smokkun thar sem vid pindum ofani okkur misvont te og reyndum mikid ad komast ut. Tha var mer fremur farid ad renna blodid og eg vildi einfaldlega slutta turnum og fara ad fa mer ad borda en nei takk, guide'inn vildi endilega bjoda okkur i einhverja silkiverksmidju thar sem otrulegt en satt var lika solutorg sem hefdi getad hyst adalfund LIU. Loksins, loksins thegar vid vorum komin ad hostelinu tha spurdi hun okkur hvernig okkur likadi og eg svona eins og eg er hreinskilinn sagdi vid hana mer likadi thessi tur fremur illa, likadi frekar vid ad lata draga ur mer tonn.

 

Um kvoldid heyrdi eg tho i honum Benoit sem er franskur laeknir og kunningi minn sem vinnur her i franska sendiradinu. Hann for med okkur ut ad borda a veitingastad sem serhaefir sig i V-Kinverskum mat sem er undir sterkum arabiskum hefdum. Maturinn thar var otrulega godur enda stodum vid oll a blistri eftir maltidina. Eftir matinn kiktum vid a bar i nagreninu og roltum adeins um. Thetta var tho mjog svo godur endir a annars fremur sloppum degi.

 

pjuff, er kominn med oged a bloggskrifum nuna svo hafid thad gott heima og vid aetlum ad hafa thad gott herna i Kina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prófessional Prófastur

Höfundur

Prófasturinn
Prófasturinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ~Keilir
  • ~Keilir
  • hackers
  • ...rama_176928
  • ...thor

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband