Keilir - vindrassgat

Í hádeginu á mánudaginn uppgötvaði ég hversu gott veður var úti þegar ég og Tinna ákváðum að skella okkur í hádegismat eitthvert annað en í matsali LSH. Þá hugsaði ég nú með mér að það væri eflaust fínt að skella sér eftir kl. 16 upp að Vífilstaðavatni og bleyta í einni flugu eða svo.

Hinsvegar þegar ég geng út af LSH um 16 þá var veðrið ekki alveg eins yndislegt og fyrr um daginn. Það var aðeins farið að gjóla svo ég ákvað að fara í göngutúr í staðinn fyrir að berja vatnið í gjólunni. Ákvað því að renna suður í Afstapahraun og ganga á Keili en þangað hafði ég ekki farið í nokkuð langan tíma.

Eftir að ég lagði við Höskuldarvelli og böðlaðist í gegnum hvasst hraunið sem er sem betur fer einungis mjó ræma, hugsaði ég með sjálfum mér að ef einhver myndi týnast á þessum slóðum þá myndi ég eflaust skrópa í útkallinu. Það er ekki mönnum bjóðandi að ganga í hvössu apalhrauni sem er svo í þokkabót vaxið mosa frá ísöld.

Leiðin frá bílastæðinu er ekki svo ýkja löng, Google Earth segir 2,5 km svo sennilega slagar það hátt upp í 3 km ef allt er tekið með. Maður er því ekki lengi að skjótast að fjallinu. Þegar maður kemur svo að því er nokkuð greinilegt hvert skal haldið því það hefur myndast stígur upp fjallið sem á köflum hefur annað hvort fokið burt eða grjót hrunið yfir hann.

Þegar ég gekk upp fjallið áttaði ég mig á því að blessuð golan sem hafði hindrað flugukastsæfingar í Garðabænum var orðin að andskotans djöfulsins vindsperringi sem ætlaði að fínpússa glerunginn burt af tönnunum mínum. Það var semsagt nokkuð sandrok á Keili. Gangan var þó ekki alslæm, stígurinn var að mestu leyti í skjóli en þegar ég var berskjaldaður fyrir vindinum átti hann það til að rífa hressilega í mig.

Upp náði ég þó þrátt fyrir rok og sanblásningu, uppi á tindi er Alcankassi þar sem gestabókin er geymt og sást greinilega hvernig veðurfarið hefur verið á Keili sl. daga því allir göngumenn sáu ástæðu til að minnast á rokið á tindinum.

Lítið annað var hægt að gera þarna eftir skrif í gestabók og einn eftirlitshring en að halda niður á við. Á niðurleiðinni rak ég augunn í smá fjallgarð sem er þarna við. Hef ekki nafnið eins og er en mig minnir að þar sé vatn sem heitir Spákonuvatn. Það væri gaman að kíkja þangað og litast um.

~Keilir

Smelli hérna mynd af Keili, myndin kemur héðan.

Keilir er nokkuð sérstakt fjall, stendur afskaplega einn og yfirgefinn á Reykjanesskaganum en samt nokkuð tignarlegur.

Hann nær 379 m yfir sjávarmáli þar sem hann er hæðstur og ef minið svíkur mig ekki þá hefur hann myndast við gos undir jökli og er því úr móbergi (sem molnar afskaplega auðveldlega niður í salla sem fýkur um allt)

Göngutími: 2 - 3 klst, þó maður færi mjög rólega þá ætti gangan ekki að taka meir en 3 klst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei sko, Hjörtur farinn að blogga, þá bætist eitt í blogghringinn :)

Fór annars þarna upp fyrir áramót og lenti í nákvæmlega því sama, þvílíku roki að ég hélt ég fyki bara með...

María T (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prófessional Prófastur

Höfundur

Prófasturinn
Prófasturinn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ~Keilir
  • ~Keilir
  • hackers
  • ...rama_176928
  • ...thor

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband