1.6.2007 | 02:27
Til hamingju Íslengingar - upp er runninn merkilegur dagur
Til hamingju Íslendingar, þá sérstaklega þið sem vinnið á börum og veitingahúsum.
Til hamingju með að vera loksins laus undan áþján reykingamanna.
Í dag 1. júní 2007 eða fyrir rétt rúmmum tveimur klukkustundum rann upp sú stund þar sem reykingum hefur verið úthýst af börum og veitingahúsum. Loksins loksins
Það er eiginlega ótrúlegt að þessi stund hafi ekki runnið upp fyrr en nú. Engri annarri vinnustétt hefði verið leyft að vinna í jafn heilsuspillandi umhverfi og þjónum og veitingafólki. Vinnueftirlit og heilbrigðisyfirvöld hefðu verið fljót að heimta stöðvun vinnu á meðan úrlausnar væri beðið.
Það hefur verið sýnt fram á óneitanlega sterka fylgni við óbeinar reykingar og reykingatengdra sjúkdóma hvað eftir annað og því finnst mér það furðuleg afstaða sumra sem telja það fullkomlega eðlilegt að rekstraraðilar veitingahúsa eigi að fá að ráða því hvort reykt sé innan húsakynna þeirra eða ekki. Þeir hrópa að markaðurinn eigi að fá að ráða, vilji neytendur ekki fara á veitingastaði þar sem reykt er þá geti þeir farið annað. Einnig geti þeir sem vilja ekki vinna á veitingastöðum þar sem reykt er fengið sér vinnu einhversstaðar annarsstaðar. Frelsi, Frelsi hrópa þessir einstaklingar en átta sig ekki á því að í raun hljómar þetta sem Helsi, helsi.
Hvers vegna ættu þá atvinnuveitendur yfir höfuð eitthvað að velta fyrir sér velferð starfsmanna sinna. Ættu þeir ekki bara að gefa lítið fyrir heilsu þeirra og öryggi á vinnustað. Því jú ef fólk er óánægt þá ætti það bara að vinna annarsstaðar.
Nei, með því að auka vinnuvernd og veita starfsmönnum heilbrigt vinnuumhverfi, fækkar veikindadögum og framleiðni vex. Það í flestum tilfellum merkir að atvinnuveitendur hagnast meira. Það er ástæða fyrir því afhverju asbest var bannað og afhverju hinn ýmsi verndarfatnaður var hannaður.
Þrátt fyrir þetta hafa sumir vertar látið í sér heyra og verið með barlóm yfir því að nú skilji á milli feigs og ófeigs í veitingahúsarekstri. Stórkostlegt tap muni blasa við greininni og margir missi atvinnu sína. Máli sínu til stuðnings vísa þeir í misáreiðanlegar kannanir sem annaðhvort voru svo illa gerðar að ekkert mark var á þeim takandi eða að regnhlífarsamtök sígarettuframleiðanda hafa framkvæmt þær (sem gefur vafalaust tilefni til þess að gruna um að valskekkju sé um að ræða). Hins vegar benda þær kannanir sem gerðar hafa verið annaðhvort af yfirvöldum á þeim svæðum þar sem reykingarbann er við lýði eða óháðum samtökum til þess að hagnaður innan veitingahúsageirans hafi aukist eftir reykingabann og að fleiri aðilar komi að rekstri veitingahúsa en fyrir bann.
Ég hlakka allavega til að kíkja í bæinn eftir mánuð eða svo og sjá hvort skemmtistaðirnir séu farnir á hausinn.
ps. eini atvinnureksturinn sem ég sé fara illa út úr þessari löggjöf (fyrir utan innflytjendur tóbaks) eru fatahreinsanir. Nú missa þær eflaust stóran spón úr aski sínum þar sem maður þarf ekki að mæta í hreinsunina á mánudegi til að losna við reykingalyktina úr fötunum.
Um bloggið
Prófessional Prófastur
Tenglar
Fjall dagsins
Lýsing á fjalli dagsins.
- Keilir
- Grindarskörð Partur af Selvogsleiðinni
- Esjan, (Þverfellshornið)
Misgáfulegt stöff, sumt fádæma bjánalegt
- Jörðin hreyfist ekki Þessir hafa sínar eigin útskýringar
- Þetta er merkilegt tæki... Lesið endilega tímatalið
- Ósónækningar? humm...
- Þessi segist ná sambandi á langbylgjunni Lesið helst alla söguna
- Fótanuddtæki sem afeitrar mann
- Lasik@home Hví ekki að gera þetta bara sjálfur?
- Dwayne Medical Center Framtíðarvinnuumhverfi???
Skólafélagar
- Friðrik Þór
- Ómar Sigurvin Meinfyndinn en er stundum gallsúr
- Helga Björk Aurapúki Alþjóðanefndar
- Þóra Elísabet
Aðrir
- Wolfmorgenthaler Ef þú þarft að hressa þig við
- Technology, Entartainment and Design Vantar þér hvatningu?
- Gummi bátur Lumar oft á skemmtilegum myndum
- Ági -- a.k.a Jözta von Flygering Myndasíða piltsins
- Landsbjörg
- Hjálparsveit skáta Garðabæ HSG-bezt í heimi
Skólinn og annað námstengt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.