Náttúrulæknir, hvað er það?

Ég gat ekki annað en rekið augun í þetta starfsheiti hjá þessari konu, Birgittu Jónsdóttur Klasen náttúrulækni...

Hvað er það?

Ekki er það starfsheiti heilbrigðisstarfsmanns skv. heimasíðu Landlæknis. Hvað gera náttúru"læknar" þá eiginlega?

Gaman væri ef þessi kona væri kosin í miðstjórn sjálfstæðismanna. Fínt að hafa þar manneskju með starfsheiti sem er ekki til en gefur sig út fyrir að vera náttúru"lækni". Ég sé fyrir mér nýja vinda sjálfstæðismanna í heilbrigðisráðuneytinu með frú Birgittu í broddi fylkingar. Við nánari hugsun setur að mér hroll við þá tilhugsun.


Græn skref í Reykjavík

Ég ætlaði ekki að trúa eigin eyrum í dag þegar í útvarpinu heyrðist að skólafólk í Reykjavík ættu að fá frítt í strætó, umhverfisvænni bílar eiga að fá frí bílastæði og göngustígar eiga að breikka.

 

Jibbbbíííííííí

 

Ég hef einmitt mikið furðað mig á því að fyrir nokkrum árum virtist enginn heyra í borgarverkfræðingi þegar hann lagði til að námsmenn fái frítt í strætó til að minnka álagið á götum borgarinnar.

Þar sem ég hef búið lungan úr ævi minni á Álftanesi og því þurft að treysta á strætó / einkabílinn til að komast ferða minna þá þekki ég vel þá kvöð að þurfa að velja einkabílinn vegna þess að strætókerfið hefur verið í fatla frá upphafi. Það breyttist þó þegar nýja kerfið tók gildi fyrir 2 árum síðan eða svo. Það er hreint út sagt algjör snilld, loksins gengur strætó um allt höfuðborgarsvæðið og það er einfalt að ferðast með strætó. 

Ég hlakka mikið til í haust að geta hvíld bílinn minn mun oftar en áður. 

Umhverfisvænir bílar eiga að fá frítt í stæði í borginni og þannig hvetja fólk til þess að eiga / reka umhverfisvænni bíla. Mjög gott.

 Það á að breikka hjólreiðastíginn frá Ægisíðunni og upp í Elliðaárdalinn sem er FRÁBÆRT. Ég veit ekki hversu oft sl. sumar ég var næstum búinn að hjóla niður einhverjar kerlingar í gönguhóp sem fannst ekkert sjálfsagðara en að ganga allar fjórar saman í breiðfylkingu þvert yfir göngustíginn og kjafta allar sem ritur í fuglabjargi. Þessar sömu konur urðu líka oftar en ekki sármóðgaðar þegar ég dirfðist að nota bjölluna á hjólinu mínu. Ath. göngustígurinn er þó tvískiptur fyrir hjól og gangandi vegfarendur, sumir virðast halda þó að þetta séu meir leifar frá Listahátíð 1998.  Ég hlakka því til sumarsins að geta hjólað óhindrað um borgina. 

Að auki þá á að bæta við ruslatunnum hjá fólki svo það geti flokkað heimilissorpið betur. Það er líka gott, við Íslendingar erum því miður með meinloku gagnvart hreinleika landsins og að Ísland geti ekki orðið óhreint eða mengað. Loksins er fólk að átta sig á því að landið okkar helst ekki hreint af sjálfu sér.

 

Merkilegra finnst mér þó að sjálfstæðismenn flagga þessum tillögum sínum afskaplega stoltir. Eru þetta ekki sömu menn / flokkur sem fann strætó allt til foráttu síðustu kjörtímabil? Það er samt gaman að sjá sjálfstæðismenn verða alla svo græna núna síðustu misseri, þeir eru eitthvað svo VG-legir þannig. 


Taka II

Ég var spurður að því í gær hvort þetta væri dautt eða hvort ég væri kominn annað að blogga. 

Nei, ég er ekki kominn neitt annað að blogga en þessi blessaða síða hefur eiginlega alveg fallið í gleymskunnar dá þegar það fór aðeins að þyngjast róðurinn í náminu.

 

Úr því að hún Þóra var svo elskuleg að minnast á þessa síðu hef ég ákveðið að leggja af stað á ný.  


Humm þvílík uppgötvun...

Það er nú svolítið kjánalegt að lesa þessa frétt, það er eins og viðkomandi hafi aldrei heyrt um einangrun sjúklinga með smitsjúkdóm. 

 

Við ættum kannski að láta lækna á Landspítalanum vita af þessari stórkostlegu uppgötvun. Þeim hefur sennilega aldrei dottið neitt svona í hug, að einangra sjúklinga með MRSA / MÓSA! 


mbl.is Læknar telja sig geta heft útbreiðslu MRSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Prófessional Prófastur

Höfundur

Prófasturinn
Prófasturinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ~Keilir
  • ~Keilir
  • hackers
  • ...rama_176928
  • ...thor

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband