31.5.2007 | 20:12
LSH - Fossvogi er undraland
Ég sá í dag í fréttum á mbl.is að það eigi að stofna Harry Potter þemagarð innan skemmtigarðsins hjá Universial Studios í Flórída.
Ef einhver kannast við hönnuði eða stjórnendur þessa þemagarð þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband við mig. Ég hef nefnileg nokkrar skemmtilegar hugmyndir um hvernig megi gera kastala Hogwart´s skóla að raunveruleika.
Eins og allir sem hafa lesið bækurnar / séð myndirnar þá eiga stigarnir í galdraskólanum það til að skipta um stað og beina manni á allt aðrar brautir en maður ætlaði sér í upphafi. Fáir vita að slík undratæki eru til á LSH í Fossvogi. Turnlyfturnar gömlu hafa nefnilega fundið hjá sér sjálfstæðan vilja og geta stundum orðið ansi þverar þegar maður segir þeim að fara á ákveðna hæð þá vilja þær fara annað.
Þegar ég gekk inn í lyfturnar á fyrstu hæð áðan eftir kvöldmat og ætlaði að venju að enda uppi á 7. hæð þar sem ég hef vinnuaðstöðu, þá endaði ég á 8., 6., 4. og í kjallaranum áður en lyftan sannfærðist um að það væri kannski best að skila mér á 7. hæð. Einnig hef ég tekið eftir því að lyfturnar koma stundum bara ekkert þegar maður kallar á þær. Í fyrradag stóð ég í turninum og hafði kallað eftir lyftu og þá hringdi síminn. Ég svaraði og lendi á spjalli í dágóðan tíma en aldrei kom lyftan. Ég endaði á því að rölta rólega niður stigann á meðan ég talaði í símann. Þegar ég kom loksins niður á 2. hæð þá sá ég báðar lyfturnar þar tilbúnar fyrir einhvern til að fara af stað í óvissuferð.
Ég er samt eiginlega hræddastur við að fara í þær seint á kvöldin, kannski vilja þær ekkert hleypa mér út aftur og ég gæti setið fastur í lyftuferð í heilt kvöld. Ég tek því stigann á kvöldin...
Um bloggið
Prófessional Prófastur
Tenglar
Fjall dagsins
Lýsing á fjalli dagsins.
- Keilir
- Grindarskörð Partur af Selvogsleiðinni
- Esjan, (Þverfellshornið)
Misgáfulegt stöff, sumt fádæma bjánalegt
- Jörðin hreyfist ekki Þessir hafa sínar eigin útskýringar
- Þetta er merkilegt tæki... Lesið endilega tímatalið
- Ósónækningar? humm...
- Þessi segist ná sambandi á langbylgjunni Lesið helst alla söguna
- Fótanuddtæki sem afeitrar mann
- Lasik@home Hví ekki að gera þetta bara sjálfur?
- Dwayne Medical Center Framtíðarvinnuumhverfi???
Skólafélagar
- Friðrik Þór
- Ómar Sigurvin Meinfyndinn en er stundum gallsúr
- Helga Björk Aurapúki Alþjóðanefndar
- Þóra Elísabet
Aðrir
- Wolfmorgenthaler Ef þú þarft að hressa þig við
- Technology, Entartainment and Design Vantar þér hvatningu?
- Gummi bátur Lumar oft á skemmtilegum myndum
- Ági -- a.k.a Jözta von Flygering Myndasíða piltsins
- Landsbjörg
- Hjálparsveit skáta Garðabæ HSG-bezt í heimi
Skólinn og annað námstengt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.