Samsæri? Nei, tónlistarsmekkur...

Jæja á morgun er stór dagur og svei mér þá ef ég þarf ekki að vera sérstaklega iðinn við að vinna í ritgerðinni minni á morgun.

 Í fyrsta lagi eru kosningar eins og allir vita, það er nokkuð forvitnilegt að sjá hver úrslitin verða. Þessi kosninga"barátta" er sennilega leiðinlegasta barátta sem ég hef heyrt um. Það er eiginlega ekki kosið um neitt á morgun. Væri þó bölvuð synd að missa Siv af þingi því þó hún hafi kannski ekki alltaf borið á baki sínu vinsælustu málaflokkana þá hefur hún staðið sig ágætlega.

 

 Í öðru lagi þá er að sjálfsögðu Júróvision, ég er ekki frá því að þetta verði barasta fín upphitun fyrir fyrstu tölur kvöldsins, þó svo að Eiríkur sé ekki á meðal keppenda. Ekki bregst það á hverju ári að fólk fari í fýlu og nöldri um samsæri austantjaldslandanna gegn okkur hinum (vestan megin). Fólk sem að venju er nokkuð dagfarsprútt froðufellir af bræði og heimtar aðgerðir. Ekki gat ég ímyndað mér að dragdrottning, nærbuxnalaus kona og fimmtugur kennari gætu vakið upp svona sterkar tilfinningar meðal Íslendinga.

Nota bene þetta er sama þjóð og var svo sem eiginlega bara sama um Íraksstríðið!!! Íslendingar eru klikk.

Það eru þó nokkur atriði sem tja við með "betri" tónlistarsmekk en "þetta fólk" verðum að spá í:

1. Austantjaldslöndin eru fleiri en þau sem voru vestantjalds (Ath. að Tyrkland, Grikkland, Kýpur og Malta virðast alltaf vera talin sem hálfgerð austantjaldslönd þegar það hentar okkur, ég tel þau ekki með í þeim hópi).

2. Áhorfið í Austur-Evrópu er bara miklu meira en í Vestur-Evrópu.

3. Þau hafa undanfarið samið mörg killer góð lög, þó að vísu enn fleiri ömurleg lög.

4. Þau Vestur-Evrópulönd sem þurftu að taka þátt í forkeppninni voru einfaldlega ekki mjög spennandi:

Portúgal = sæt stelpa, langir leggir og tja það þarf ekkert meir að segja um lagið.

Andorra = Blink182 Evrópu sem virtist leiðast uppi á sviðinu

Sviss = Vampírur í kjánalegum fötum, sennilega fengið að láni frá framleiðendum StarTrek.

Holland = Ægilega eitthvað venjulega leiðinlegt Júróvision lag

Belgía = Fáránlega fyndið, fáránlega falskur gæi og ég hefði orðið brjálaður hefði þetta lag komist áfram.

Danmörk = Klæðskiptingur sem bar bleikar fjaðrir á hausnum, samt ekkert merkilegt lag.

Noregur = Nokkrir kjólar og helsta spurningin hvort hún hafi verið í nærfötum eður ei. Man ekki einu sinni eftir laginu.

Ísland = Eiríkur er jú svolítið költ á Íslandi, rokkarinn sem var hluti af Icy, söng jólalög og GaggóVest. Er góður söngvari og lagið venst ágætlega en mér þótti það ekkert sérstakt þegar ég heyrði það í fyrsta sinn. 

Löndin við Miðjarðarhaf flytja að venju að mínum smekk fremur leiðinleg lög nema þegar Ísrael söng Húbbbahúlla fyrir löngu síðan.

5. Á móti komu nokkur þrælfín lög frá Austur-Evrópu, Ungverjaland (kaus þá, er ég þá að svíkja lit?), Serbía, Slóvenía (venst furðu vel). Einnig önnur fádæma leiðinleg að mínu viti þarna s.s. Búlgaría, Tékkland, Hvíta-Rússland og Eistland.

6. Finnar unnu á síðasta ári sem eiginlega slær fullyrðinguna um að einungis Austur-Evrópulönd eigi séns (fyrirgefst Finnum kannski, þar sem þeir eru austast í Vestur-Evrópu?).

7. Þrátt fyrir mikið tal um plott og svindl og bla bla bla þá hefa frá árinu 2000 einungis þrjár austantjaldsþjóðir unnið, þ.e.a.s.

Eistland árið 2001,

Lettar 2002 og

Úkraína 2004.

Á sama tíma unnu

Danir árið 2000,

Finnar 2006

og Tyrkir 2003

Gleymum heldur ekki að Svíar héldu keppnina árið 2000 þegar Olsen bræður unnu.

Ég hef því aðeins eitt að segja við ykkur landa mína: Hættið þessu tuði því þetta er einfaldlega vitleysa í ykkur.


mbl.is Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prófessional Prófastur

Höfundur

Prófasturinn
Prófasturinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ~Keilir
  • ~Keilir
  • hackers
  • ...rama_176928
  • ...thor

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband