4.5.2007 | 00:43
X-?
Nú er sá tími þegar farfuglarnir streyma til landsins og helga sér óðöl með því að syngja, dansa og gera sig breiðari en hinir svo þeir fái nú eitthvað fyrir sinn snúð.
Ein tegund þessara farfugla er nú sjaldgæfari en aðrar og sést aðeins á fjögurra ára fresti. Hún virðist koma í bylgjum yfir landið og fjölmiðlar fara mikinn í umfjöllun sinni um hvar áhugasamir fuglaskoðarar hafi séð þá og hver söngur þeirra sé þetta árið. Þetta er hinn alíslenski GOÐI, sá farfugl í heiminum sem á elstu samfelldu söguna eða allt frá árinu 930.
Flestir fuglanna reyna að sperra mislitfögur stélin og syngja einnig misfalskan söng í tilraunum sínum til að auka stærð óðala sinna. Það hafa myndast skrýtnir hópar áhangenda í kringum suma undirstofna þessara farfugla og vægast sagt hverjum hópi sínir fuglar fegurstir og vilja meina það að þeir beri af öllum öðrum. Stundum fara þessir fuglaaðdáendur meira segja um í flokkum og reyna að aðstoða sína uppáhaldsfugla í að verja óðöl sín fyrir öðrum fuglum og aðdáendum þeirra.
Sumir segja að þessir aðdáendahópur sé nauðsynlegur því varpstofninn telur ekki nema um 63 hræður en þó virðist alltaf vera nóg af geldfuglum í stofninum sem eiga oft erfitt uppdráttar vegna ágangs hinna ýmsu aðdáenda.
Margir aðdáendanna hafa líka brennandi áhuga á skyldum stofni GOÐANS eða hinum minna þekkta héraðsgoða, sá stofn er í mun betri málum enda er varpstofn hans vel yfir 100 hræður og eins og frændur hans þá er til mikill og sterkur stofn geldfugla. Héraðsgoðinn hegðar sér eins og frændi sinn GOÐINN og ferðast einungis á fjögurra ára fresti, hann er þó mun meiri staðfugl en frændi sinn en það er ekki óþekkt að flækingsfuglar fari á milli stofnanna tveggja og taki upp háttalag hvors annars.
Margir hafa þó horn í síðu GOÐANS, finnst söngur hans fara illa í eyru og fá fljótt leið á misfögrum stélum GOÐANS. Flestir hlakka þó þegar ferðalögum hans lýkur enda marka þau tímamót oft nýja tíma á Íslandi og margir gera sér dagamun á þessum tímamótum.
Mér persónulega er farið að leiðast söngur GOÐANS og ég er farinn að hlakka til þegar hann dregur sig í hlé. Að vísu er ein furðuleg skepna sem einn undirstofn GOÐANS (D) hefur tekið undir sinn verndarvæng en það er blöðruselur nokkur sem skipar 1. sæti í Reykjavík norður, hann fer afskaplega í taugarnar á mér og mér finnst að Hringormanefnd ætti að taka í taumana.
Um bloggið
Prófessional Prófastur
Tenglar
Fjall dagsins
Lýsing á fjalli dagsins.
- Keilir
- Grindarskörð Partur af Selvogsleiðinni
- Esjan, (Þverfellshornið)
Misgáfulegt stöff, sumt fádæma bjánalegt
- Jörðin hreyfist ekki Þessir hafa sínar eigin útskýringar
- Þetta er merkilegt tæki... Lesið endilega tímatalið
- Ósónækningar? humm...
- Þessi segist ná sambandi á langbylgjunni Lesið helst alla söguna
- Fótanuddtæki sem afeitrar mann
- Lasik@home Hví ekki að gera þetta bara sjálfur?
- Dwayne Medical Center Framtíðarvinnuumhverfi???
Skólafélagar
- Friðrik Þór
- Ómar Sigurvin Meinfyndinn en er stundum gallsúr
- Helga Björk Aurapúki Alþjóðanefndar
- Þóra Elísabet
Aðrir
- Wolfmorgenthaler Ef þú þarft að hressa þig við
- Technology, Entartainment and Design Vantar þér hvatningu?
- Gummi bátur Lumar oft á skemmtilegum myndum
- Ági -- a.k.a Jözta von Flygering Myndasíða piltsins
- Landsbjörg
- Hjálparsveit skáta Garðabæ HSG-bezt í heimi
Skólinn og annað námstengt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.