22.4.2007 | 20:07
Lélegasta mynd síðustu ára = HACKERS
Ég rifjaði upp í dag kynni við einhverja ömurlegustu mynd síðasta áratugar, Hackers en í henni leikur einmitt (nú stórstjarnan og ættleiðingarvélin, þá glötuð leikkona og er enn hálf glötuð) Angelina Jolie!
Einnig leika í myndinni Jonny Lee Miller sem átti ágætisleik í Trainspotting sem BadBoy síðan þá hefur ferillinn verið í ræsinu (myndir á borð við Æon Flux og Dracula 2000!!!). Það má líka sjá þarna ungan pilt að nafni Jesse Bradford sem sumir vilja kalla íslandsvin en hann náði því afreki að leika í The Flag of our Fathers. Sennilega vildi Clint fá mann sem gæti synt en Jesse sýndi að hann gæti synt í myndinni Swimfan (gat þó lítið leikið í þeirri mynd).
Að lokum vil ég nefna hann Laurence Mason, hann er gæinn sem maður sér í öllum þáttum sem sýndir eru á Skjá 1 (stundum Stöð 2) en virðist aldrei geta haldið sér í einni þáttarröð í einu. Glöggir lesendur átta sig um leið en fyrir hina þá er hér slóð að ferlinum hans á imdb.
Einnig leika í myndinni ótilgreindur fjöldi ómerkilegra leikara sem ég ætla ekki að heiðra með því að nefna á nafn.
Ég man að mér var boðið á forsýningu þessarar myndar í Laugarásbíói þegar myndin var sýnd hér á landi og var svo hneykslaður á því að einhver gæti gefið svona lélega kvikmynd út, hvað þá ætlað sér að rukka inn á hana að ég var beðinn um að tala ekki um myndina í skólanum. Ég varaði þó vini mína við því að sjá þessa ömurð.
Ég stóðst því ekki mátið þegar myndin var sýnd í dag á Stöð 2 BÍÓ að líta aðeins á hana. Skyldi hún vera jafnslæm og mig minnti eða skyldi hún vera eins og sumar myndir sem maður hneykslast á en venjast svo og eru einfaldlega bara uppfyllingarefni (þ.e.a.s. myndir sem eru sýndar á Stöð 2 frá kl 1 - 5 á nóttunni)?
Ég hefði betur látið það ógert, myndin er eiginlega verri en mig minnti hún er alveg hreint skelfileg. Ég er enn með kjánahroll yfir því að hafa séð myndina.
En það má þó sjá Angelina hefur einungis elst, hún er ennþá jafnléleg leikkona og þá.
Um bloggið
Prófessional Prófastur
Tenglar
Fjall dagsins
Lýsing á fjalli dagsins.
- Keilir
- Grindarskörð Partur af Selvogsleiðinni
- Esjan, (Þverfellshornið)
Misgáfulegt stöff, sumt fádæma bjánalegt
- Jörðin hreyfist ekki Þessir hafa sínar eigin útskýringar
- Þetta er merkilegt tæki... Lesið endilega tímatalið
- Ósónækningar? humm...
- Þessi segist ná sambandi á langbylgjunni Lesið helst alla söguna
- Fótanuddtæki sem afeitrar mann
- Lasik@home Hví ekki að gera þetta bara sjálfur?
- Dwayne Medical Center Framtíðarvinnuumhverfi???
Skólafélagar
- Friðrik Þór
- Ómar Sigurvin Meinfyndinn en er stundum gallsúr
- Helga Björk Aurapúki Alþjóðanefndar
- Þóra Elísabet
Aðrir
- Wolfmorgenthaler Ef þú þarft að hressa þig við
- Technology, Entartainment and Design Vantar þér hvatningu?
- Gummi bátur Lumar oft á skemmtilegum myndum
- Ági -- a.k.a Jözta von Flygering Myndasíða piltsins
- Landsbjörg
- Hjálparsveit skáta Garðabæ HSG-bezt í heimi
Skólinn og annað námstengt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.