19.4.2007 | 22:25
Varúð Wulffmorgenthaler getur verið hættulegur heilsunni
Nú í þessari leiðinda viku veikinda og aðgerðarleysis hef ég gert minna en stóð til og hluti sem stóð alls ekki til að gera (t.d. að smella 15.339 á músarhnapp í keppni).
Ég lærði þó nokkra nýja hluti um sjóntaugabólgu (optic neuritis) og verk í augum (opthalmalgiu), hvorugir eru ánægjulegir og er ég sáttur að þekkja einungis annan í raun, þann síðarnefnda.
Ég ákvað einnig í gær að endurnýja kynni mín við gamlan vin á internetinu eða Wulffmorgenthaler
Ég vissi ekki að um leið væri ég að setja líf mitt í stórhættu. Fyrir þá sem ekki þekkja þessar sögur þá eru þær sennilega þær fyndnustu skopmyndir sem hafa fyrir augu mín borið. Smellið bara á hlekkinn og sannfærist.
Allavega fyrstu tvær sem ég skoðaði (kemur ný á hverjum degi) voru ekkert svo agalega fyndnar en ég brosti út í annað en þegar ég kom að 4. apríl sl. þá einfaldlega sprakk ég úr hlátri. Ég veit ekki afhverju, þessi mynd er ekki sú fyndnasta sem hefur komið frá þeim, hún er ekki gríðarlega frumleg en á einhvern hátt þá bara sprakk ég úr hlátri og það átti eftir að koma niður á mér.
Við þennan blessaða hláturkrampa þá magnaðist höfuðverkurinn sem ég hef haft sl. daga svo mikið að ég ætlaði að gráta úr mér augun (gekk illa því ég fann líka til í þeim). Ég hreinlega trúði þessu ekki að ég væri að deyja úr sársauka vegna Wulffmorgenthalers!!! Því meir sem ég reyndi að hætta að hugsa um söguna því meir hló ég að henni og fann þarafleiðandi enn meir fyrir sársaukanum.
Þetta var skelfilegur tími, nú hinsvegar hef ég treyst mér til að líta aftur á síðuna og var vel undirbúinn, var búinn að taka inn verkjalyf og undirbúa andlegu hliðina undir það að vera grafalvarlegur en það virkaði ekki lengi. Ég einfaldlega sprakk á limminu og grenjaði úr hlátri og vegna höfuðverkjar samtímis, sennilega er þetta eina skiptið sem ég hef grátið vegna þess að ég hló.
Hér er svo helvítis myndin sem kom öllu þessu af stað.
Um bloggið
Prófessional Prófastur
Tenglar
Fjall dagsins
Lýsing á fjalli dagsins.
- Keilir
- Grindarskörð Partur af Selvogsleiðinni
- Esjan, (Þverfellshornið)
Misgáfulegt stöff, sumt fádæma bjánalegt
- Jörðin hreyfist ekki Þessir hafa sínar eigin útskýringar
- Þetta er merkilegt tæki... Lesið endilega tímatalið
- Ósónækningar? humm...
- Þessi segist ná sambandi á langbylgjunni Lesið helst alla söguna
- Fótanuddtæki sem afeitrar mann
- Lasik@home Hví ekki að gera þetta bara sjálfur?
- Dwayne Medical Center Framtíðarvinnuumhverfi???
Skólafélagar
- Friðrik Þór
- Ómar Sigurvin Meinfyndinn en er stundum gallsúr
- Helga Björk Aurapúki Alþjóðanefndar
- Þóra Elísabet
Aðrir
- Wolfmorgenthaler Ef þú þarft að hressa þig við
- Technology, Entartainment and Design Vantar þér hvatningu?
- Gummi bátur Lumar oft á skemmtilegum myndum
- Ági -- a.k.a Jözta von Flygering Myndasíða piltsins
- Landsbjörg
- Hjálparsveit skáta Garðabæ HSG-bezt í heimi
Skólinn og annað námstengt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.