19.4.2007 | 22:03
Veikindi og clickclickclick
Þessi vika hefur eiginlega alveg farið í súginn, vaknaði miður hress fyrir allar aldir á þriðjudagsmorgun með einhvern versta höfuðverk sem sögur fara af norðan Alpafjalla og ekki batnaði ástandið þegar ég ætlaði að líta á vekjaraklukkuna sem sýndi mjög svo ókristilegan tíma fyrir fótaferðir. Ég ætlaði ekki að geta litið til hliðar, hvorki upp né niður, hægri eða vinstri án þess að finna fyrir hreint út sagt viðurstyggilegum sársauka í augunum.
Þarna þar sem ég lá í rúminu milli svefns og vöku og að mínu mati mjög svo þjáður fór ég allt í einu að velta fyrir mér forsetakosningunum sem nýlega fóru fram í Nígeríu, inn í þessar hugleiðingar blandaðist svo allt í einu Luke Skywalker sem ætlaði að koma á alvöru paradís í Nígeríu. Ég fann virkilega til með Hr. Skywalker í tilraunum hans við að koma á lýðræði að ég fann hvernig höfuðið ætlaði að rifna í tvennt svona ca eftir þveru og endilöngu os sphenoidales. Ég ákvað því að þá væri tími til kominn að skríða á fætur og gleypa nægilegt magn verkjalyfja svo ég gæti haldið áfram að sofa.
Eftir að ég komst aftur upp í rúm og beið þess í ofvæni eftir að verkjalyfin færu að verka þá var ég orðinn svo nojaður yfir þessum skelfilegu draumförum sem ég hafði haft um Nígeríu og Luke Skywalker að ég gat með engu móti sofnað, ég lá því andvaka í 5 klukkustundir eða þar til mogginn loksins kom heim. Ekki tók mikið betra við því vegna áðurnefnds augnsársauka þá gat ég ekkert lesið moggann, át því mitt Cheerios fúll í bragði bölvandi þessum veikindum mínum.
Hvað getur maður gert eiginlega þegar maður er veikur?
Lesið, (ekki hægt vegna augnsársaukans), hlustað á tónlist (kom ekki til greina vegna höfuðverkjar), horft á sjónvarp (nei, þarf varla að útskýra hvers vegna)
Ég fór því í tölvuna og fann mér hina líka bestu afþreyingu sem krefst ekki þess að maður lesi, hlusti né geri eiginlega neitt mikið. Fékk meira að segja mikla hreyfingu út úr þessu, takmarkaða að vísu en ég get sagt að ég finni til undan álagsmeiðslum. Ég er að tala um leikinn clickclickclick sem má sjá á þessari vefsíðu.
Ég get með stolti sagt vera sannur Íslendingur, tilheyrt þeirri þjóð sem smellti Magna áfram í úrslit í Rockstar (kom ekki nálægt því þó sjálfur). Nú hef ég loksins sannað mig sem Íslending 21. aldarinnar. Ég stuðlaði að því að koma Íslandi upp um 15.339 sæti í þessum leik og nú verkjar mig í eiginlega allar þær sinar sem tengjast framhandlegg eða hönd hægri handar á einn eða annan hátt. Ég brosi þó í gegnum tárin.
Ps. var nýbúinn að hlusta á umfjöllun BBC World um Nígeríu og forsetakosningarnar þar ásamt því að hafa fundið á ný StarWars trílógíu diskana. Það vonandi útskýrir kjánalegar draumfarir þriðjudagsins.
Um bloggið
Prófessional Prófastur
Tenglar
Fjall dagsins
Lýsing á fjalli dagsins.
- Keilir
- Grindarskörð Partur af Selvogsleiðinni
- Esjan, (Þverfellshornið)
Misgáfulegt stöff, sumt fádæma bjánalegt
- Jörðin hreyfist ekki Þessir hafa sínar eigin útskýringar
- Þetta er merkilegt tæki... Lesið endilega tímatalið
- Ósónækningar? humm...
- Þessi segist ná sambandi á langbylgjunni Lesið helst alla söguna
- Fótanuddtæki sem afeitrar mann
- Lasik@home Hví ekki að gera þetta bara sjálfur?
- Dwayne Medical Center Framtíðarvinnuumhverfi???
Skólafélagar
- Friðrik Þór
- Ómar Sigurvin Meinfyndinn en er stundum gallsúr
- Helga Björk Aurapúki Alþjóðanefndar
- Þóra Elísabet
Aðrir
- Wolfmorgenthaler Ef þú þarft að hressa þig við
- Technology, Entartainment and Design Vantar þér hvatningu?
- Gummi bátur Lumar oft á skemmtilegum myndum
- Ági -- a.k.a Jözta von Flygering Myndasíða piltsins
- Landsbjörg
- Hjálparsveit skáta Garðabæ HSG-bezt í heimi
Skólinn og annað námstengt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.