29.4.2007 | 18:18
Dedicated follower of fashion
Sungu Bítlarnir ekki þessi orð hér eitt sinn? (voru víst Kinks skv. ábendingu hér að neðan)
Mér varð hugsað til þeirra þegar ég fór á vapp um umhverfi Reykjavíkur í dag.
(Fjall dagsins í dag er Esjan, nánar tiltekið Þverfellshornið 772 m yfir sjávarmáli og því miður stórkostlega vanmetið fjall.)
Eftir letikast gærdagsins þá fór ég af stað í morgun og sótti bílnn minn sem var búinn að vera í geymslu við GSK síðan á föstudag og hélt af stað í áttina að Esjunni. Þegar ég kom að bílaplaninu við Mógilsá sá ég að nokkuð margir höfðu fengið sömu fluguna í höfuðið og ég því bílastæðið var fremur fullt. Út um allt voru skankar í teygjum eða rassar í spandexi í einhverri jógafettunni.
Ég skellti mér í gömlu Haglöfs gönguskónna mína sem hafa þurft að þola þónokkrar barsmíðar og eiginlega gáfust þeir upp í Kerlingarfjöllum sl. haust. Ég framlengdi líftíma þeirra nokkuð með últrasterku Grettistaki sem virðist halda þeim ágætlega vel saman. Að auki hafði ég með mér lítinn poka með jakka, húfu og vettlingum + smádót sem ég er alltaf með í styttri ferðum.
Á leiðinni upp var ekki laust við að ég færi að finna til smá minnimáttarkenndar og líða eins og umrenningi þarna á slóðanum. Ég gekk fram á og mætti fólki sem greinilega hafði komið við í Intersport eða Útilífi á leiðinni upp að Mógilsá. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að nánast allir nema tveir gamlir menn sem nota bene skokkuðu upp á Þverfellshorn og niður aftur eins og ekkert væri (gerðu mér eiginlega skömm til með þessu háttalagi sínu) voru annað hvort nýkomnir úr útivistarverslun eða áttu stórafmæli í gær.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti fólki sem hefur keypt sér nýlega útivistarfatnað en ég skil ekki afhverju þetta fólk þarf að taka allan útbúnaðinn með sér upp á Esjuna. Ég meina ég mætti a.m.k. 10 hjónum / pörum sem voru BÆÐI með 40 lítra bakpoka með sér, göngustafi og gott ef ég sá ekki glitta í ísaxapar á 3 eða 4 bakpokum.
Það er greinilegt að sumir ætla að taka sumarið með trompi og nota allar mögulegar og ómögulegar útivistargræjur sínar til þess. Að vísu voru sum þessara para það klár að þau skildu pokana eftir við Stein áður en þau fóru síðasta spölinn upp hornið.
Annars var bara fínasta veður á Esjunni í dag, skyggni var fremur fágætt en það sást ekki lengra en að Straumsvík. Það kom mér þó á óvart hvað það var fínt að tölta út Langahrygg sem er fyrir neðan Þverfellshornið. Flott útsýni af honum yfir Kollafjörðinn og borgina.
Ég held að næst verði Skálafellið fyrir valinu á fjalli dagsins.
Grindarskörð voru "fjall" dagsins í síðustu viku en ég hreinlega gleymdi að skrifa um þá ferð, bæti úr því seinna.
Um bloggið
Prófessional Prófastur
Tenglar
Fjall dagsins
Lýsing á fjalli dagsins.
- Keilir
- Grindarskörð Partur af Selvogsleiðinni
- Esjan, (Þverfellshornið)
Misgáfulegt stöff, sumt fádæma bjánalegt
- Jörðin hreyfist ekki Þessir hafa sínar eigin útskýringar
- Þetta er merkilegt tæki... Lesið endilega tímatalið
- Ósónækningar? humm...
- Þessi segist ná sambandi á langbylgjunni Lesið helst alla söguna
- Fótanuddtæki sem afeitrar mann
- Lasik@home Hví ekki að gera þetta bara sjálfur?
- Dwayne Medical Center Framtíðarvinnuumhverfi???
Skólafélagar
- Friðrik Þór
- Ómar Sigurvin Meinfyndinn en er stundum gallsúr
- Helga Björk Aurapúki Alþjóðanefndar
- Þóra Elísabet
Aðrir
- Wolfmorgenthaler Ef þú þarft að hressa þig við
- Technology, Entartainment and Design Vantar þér hvatningu?
- Gummi bátur Lumar oft á skemmtilegum myndum
- Ági -- a.k.a Jözta von Flygering Myndasíða piltsins
- Landsbjörg
- Hjálparsveit skáta Garðabæ HSG-bezt í heimi
Skólinn og annað námstengt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér að fara Esjuna. Ætti að fara gera slíkt aftur sjálfur! - Kinks flutti Dedicated follower....
Haukur Nikulásson, 29.4.2007 kl. 18:24
Takk fyrir þá ábendingu
Prófasturinn, 29.4.2007 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.